Kirkjuþing 2018 hafið

03. nóvember 2018

Kirkjuþing 2018 hafið

VídalínskirkjaVídalínskirkja

Kirkjuþing þjóðkirkjunnar hófst í dag í Vídalínskirkju í Garðabæ og stendur yfir fram í miðja næstu viku.

Í upphafi þings var farið yfir kjörbréf og þau vottuð. Þar eftir lét Magnús E. Kristjánsson fráfarandi forseti kirkjuþings af embætti og Drífa Hjartardóttir tók við embætti.

Þingið hófst með setningarathöfn og helgihaldi. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson fluttu tónlist ásamt gospelkór Vídalínskirkju og Agnes M. Sigurðardóttir, Magnús E. Kristjánsson og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fluttu erindi.

 

  • Frétt

  • Þing

Margrét Bóasdóttir
21

Snör handtök söngmálastjóra

Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, hefur í mörgu að snúast.
Hallgrímskirkja í Saurbæ
20

Söfnuður heimsækir söfnuð

Æskulýðsstarf kirknanna er einn mikilvægasti þátturinn í kirkjustarfinu.
María Ágústsdóttir
20

Sýrlenskur matur í Grensáskirkju

Það var öðruvísi ilmur í lofti en landinn á að venjast.