Eldri borgarar fagna nýju ári

14. janúar 2019

Eldri borgarar fagna nýju ári

Eldri borgarar fagna nýju ári - guðsþjónusta í Langholtskirkju 13. janúar 2019.jpg - mynd

Á svölum og  björtum sunnudegi, þeim 13. janúar, var guðsþjónusta í Langholtskirkju á vegum Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæmis hins eystra og þess vestra. Hún var vel sótt og sóknarpresturinn sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir  prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg Jónsdóttur, djákna og framkvæmdastjóra Eldriborgararáðs. Organisti var Kristján Hrannar Pálsson. Kórinn Góðir grannar söng undir stjórn Egils Gunnarssonar en hann skipa fyrrum félagar úr kirkjukór Langholtskirkju. Þetta var ljómandi góð guðsþjónusta í alla staði; prédikunin prýðileg og umhugsunarverð.

Fjöldi manns sótti guðsþjónustuna og í lok hennar var boðið upp á hádegishressingu. Var ekki annað að sjá og heyra en að glatt væri á hjalla meðal eldri borgaranna sem og þeirra yngri er þar voru.

Að sögn Þóreyjar Daggar er þetta sjötta árið sem Eldriborgararáð hefur þetta fyrirkomulag á guðsþjónustum en það felst í því að heimsækja sóknarkirkjur og njóta þeirrar prestsþjónustu sem þær bjóða upp á. Um áratugaskeið voru þessar guðsþjónustur alveg sér og hafðar á virkum degi en síðan var ákveðið að tengja þær með beinum hætti við sunnudagsguðsþjónustur safnaðanna og viðhalda þar með þessari gömlu messuhefð eldri borgaranna en þó með breyttu sniði. Fulltrúar úr félögum eldri borgara í kirkjum prófastsdæmanna beggja sækja guðsþjónusturnar og vitaskuld sóknarfólk og ýmsir aðrir. Á hverju ári eru þrjár guðsþjónustur með þessum hætti. Þetta var áramótamessa Eldriborgararáðs og var nýju ári fagnað með von og bjartsýni að leiðarljósi.

  • Frétt

4127539843_267f79cdd9_z.jpg - mynd
25
apr

Fjöldamorð á kristnu fólki

Biskup Íslands biður presta landsins að biðja fyrir þeim sem líða vegna hryðjuverkaárásanna í Kólombó höfuðborg Sri Lanka og segir: Oftast hefur verið litið á kirkjur sem griðastaði, þar sem fólk getur komið saman og...
Kópavogskirkja.jpg - mynd
25
apr

Umsækjendur um afleysingarþjónustu

Biskupsstofa auglýsti eftir prestum til afleysingarþjónustu í þremur prestaköllum
Brynja Dögg.jpg - mynd
24
apr

Samstarf kirkju og lögreglu - og persónuverndarmál

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra var haldinn í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík í dag.