07. febrúar 2019
Er stjórnsýsla kirkjunnar of flókin?

Laga- og regluumhverfi kirkjustarfsins, m.a. starfsmannamál og starfsmannavandi verða til umfjöllunar á málfundi í safnaðarheimili Háteigskirkju mánudaginn 11. febrúar kl. 12-13:30. Þá verður rætt um hvort skipulag kirkjunnar sé orðið of flókið og standi jafnvel starfinu fyrir þrifum.
Framsögu um efnið hefur sr. Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi mannauðsstjóri þjóðkirkjunnar.
Fundurinn er hluti af málfundaröð undir undir yfirskriftinni „Framtíðarsýn óskast!“ sem stendur fram á vor. Hægt verður að kaupa léttan hádegisverð, súpu og brauð á kr. 1500.

15
feb
Árbæjarkirkja verður græn
Starfsfólk Árbæjarkirkju tók á móti viðurkenningarskjali um græna kirkju.
15
feb
Mikilvægi þess að hittast
Prófastar kalla gjarnan presta og djákna saman til að fund og fara yfir stöðu mála.

14
feb
Bannfæring
Á þremur fræðslukvöldum í Neskirkju, 14., 21. og 28. ferbrúar kl. 20.00 verður rætt um bannfæringar og útskúfun í margbreytilegum samfélögum