Kjördæmi

Kjördæmaskipan og skipting fullrúa.

Kjördæmi leikmanna eru 9 og kjördæmi vígðra eru 3.

Kjördæmaskipan vígðra og fjöldi fulltrúa er eftirfarandi:

    1. Reykjavíkurkjördæmi: Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og eystra- og
        Kjalarnesprófastsdæmi. Sex fulltrúar og þrír til vara.

    2. Skálholtskjördæmi: Suður-, Vesturlands- og Vestfjarðaprófastsdæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara.
    3. Hólakjördæmi: Húnavatns- og Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjar- og
        Austurlandsprófastsdæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara.

Kjördæmaskipan leikmanna og fjöldi fulltrúa er eftirfarandi:

    1. Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 1. kjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara.
    2. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 2. kjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara.
    3. Kjalarnesprófastsdæmi, 3. kjördæmi. Þrír fulltrúar og tveir til vara.

    4. Vesturlandsprófastsdæmi, 4. kjördæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
    5. Vestfjarðaprófastsdæmi, 5. kjördæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
    6. Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. 6. kjördæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.

    7. Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, 7. kjördæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara.
    8. Austurlandsprófastsdæmi 8. kjördæmi. Einn fulltrúi og tveir til vara.
    9. Suðurprófastsdæmi, 9. kjördæmi. Tveir fulltrúar og tveir til vara.